Gott gengi við gerð ganganna í viku 13

Horft í átt að munnanum.

Í viku 13 voru grafnir 86,9 m í göngunum sem er þriðji besti árangur sem náðst hefur á einni viku.

Heildarlengd ganganna í lok viku 13 var 1.754,0 m sem er 33,1 % af heildarlengd ganganna.

 

Göngin hafa verið alveg þurr undanfarið og hefur allt efni farið beint í fyllingar í vegagerð. Fyllt hefur verið í veg neðan við Mjólkárvirkjun og fyrir utan munnann. Á meðfylgjandi mynd er horft í átt að munnanum og sést þegar verið að er að ýta út efni.

 

 

DEILA