Breytingar á lúðuveiðum við Kyrrahafsströnd Kanada

Í gær, 4. apríl, varði Tiare Boyes meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ritgerð hennar fjallar um breytingar á lúðuveiðum við Kyrrahafsströnd Kanada m.t.t. þeirra áhrifa sem aðrar tegundir, með lítinn kvóta, hafa á þessar veiðar. Ritgerð Tiare ber titilinn Shifts in Spatio-Temporal Fishing Behaviour in the Canadian Pacific Halibut Hook and Line Fishery as a Result of a Choke Species.

Leiðbeinandi ritgerðarinnar er dr. Robyn Forrest, vísindamaður við hafrannsóknarstofnun Kanada, Fisheries and Oceans Canada. Prófdómari er dr. Megan Peterson, sérfræðingur við Seafood Watch og aðjúnkt við Sierra Nevada College.

Nánari upplýsingar um ritgerðina má nálgast í útdrætti á ensku.

DEILA