Miðvikudaginn næsta, 11. apríl, verður ársfundur Stofnunar rannsóknarsetra Íslands haldinn í Félagsheimili Bolungarvíkur milli kl. 13:00 og 16:30.
Dagskráin einkennist af erindum sem varða auðlindir sjávar, verndun þeirra og nýtingu.
Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar rannsóknarsetra HÍ, segir að fundurinn eigi mikið erindi til Vestfirðinga, en flestir fyrirlesaranna koma einmitt af Vestfjörðum og þá frá hinum ýmsu þekkingarstofnunum sem þar eru.
Erindin eru fjölbreytt, en meðal fyrirlesara eru Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum og Halldór Pálmi Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum.
Fundurinn er opinn öllum.