Á sunnudaginn næsta, 15. apríl kl. 17:00, verður stórviðburðurinn „Allt í lagi“, haldinn í Félagsheimilinu í Bolungarvík.
Á heimasíðu Félagsheimilisins kemur fram að „Allt í lagi“ sé spurninga- og tónlistargleði, með spurningum og þrautum tengdum lífinu og lögunum sem öll fjölskyldan kann.
Umsjónarmenn viðburðarins eru þau Hera Björk, stýra og „spyrja“, Halldór Smára, stjórnandi og „spælari“ og Benni Sig, stjóri, framleiðandi og hugmyndasmiður.
Samkvæmt heimasíðu Félagsheimilisins fer fyrsti viðburðurinn fram í Bolungarvík og þar etja tvö þriggja manna lið kappi úr hreppunum í kring, en Ísafjarðarbær og sameinað lið Bolungarvíkur og Súðavíkur, taka fyrsta slaginn. Liðin spreyta sig á allskonar skemmtilegum þrautum, sem gaman er fyrir fjölskylduna og taka þátt í og fylgjast með. Meginþemað er aðeins eitt en það er að fjölskyldan sé saman á sunnudegi og ekkert rugl.
Húsið opnar kl 16:00, en miðaverð er 2.500 kr. fyrir 16 ára og eldri en 1.500 kr. fyrir 15 ára og yngri.
Margrét Lilja
milla@bb.is