Spjall um heimskautarefinn

Melrakkasetrið í Súðavík heldur áhugaverða fyrirlestra í kvöld kl. 20, um norðurheimskautarefinn og refaveiðar á Íslandi.

Vísindamenn og rannsakendur deila rannsóknum sínum tengdum refum á sviði líffræði, mannfræði og vistfræði. Þemu fyrirlestranna verða meðal annars refaveiðar, refir í þéttbýli og áhrifin sem kvikasilfursmengun getur haft á refi sem lifa við sjávarsíðuna.

Framsögumenn eru:
Sylvía Arnardóttir, mannfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún mun fjalla um efni meistararitgerðar sinnar um refaveiðar. Erindið er á íslensku.

Madison Bradley er útskriftarnemi frá Háskólanum í Calgary. Efnið hennar er „Möguleg áhrif kvikasilfursmengunar á heimskautarefinn við sjávarsíðuna á Íslandi“. Erindið er á ensku.

Amanda May er starfsnemi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hún mun fjalla um „Heimskautarefurinn í þéttbýli“. Erindið er á ensku.

Kaffiveitingar verða í boði fyrir gesti. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

DEILA