Skilja eftir sig 7 til 8 milljarða

Mynd: Ágúst Atlason

Sam­kvæmt sam­an­tekt sam­tak­anna Cruise Ice­land skildu út­gerðir, farþegar og áhafn­ir skemmti­ferðaskipa eft­ir 7-8 millj­arða króna hér á landi í fyrra.

Alls tóku fjór­tán hafn­ir hring­inn í kring­um landið á móti skemmti­ferðaskip­um á síðasta ári. Lang­stærst­ar eru hafn­irn­ar í Reykja­vík, á Ak­ur­eyri og Ísaf­irði hvað varðar fjölda farþega. Fleiri skip komu hins veg­ar til Hafna­sam­lags Norður­lands í fyrra en Faxa­flóa­hafna, eða 172 skip á móti 135, en mörg minni skemmti­ferðaskip­anna koma ein­göngu á minni hafn­irn­ar.

Reykjavík, Akureyri og Ísafjörður skera sig algjörlega úr hvað varðar fjölda farþega. Í fyrra komu 128 þúsund skemmtiferðaskipafarþegar til Reykjavíkur, 109 þúsund til Akureyrar og 78 þúsund til Ísafjarðar. Næst á eftir kemur Seyðisfjörður með 20 þúsund farþega.

DEILA