Samkvæmt samantekt samtakanna Cruise Iceland skildu útgerðir, farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipa eftir 7-8 milljarða króna hér á landi í fyrra.
Alls tóku fjórtán hafnir hringinn í kringum landið á móti skemmtiferðaskipum á síðasta ári. Langstærstar eru hafnirnar í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði hvað varðar fjölda farþega. Fleiri skip komu hins vegar til Hafnasamlags Norðurlands í fyrra en Faxaflóahafna, eða 172 skip á móti 135, en mörg minni skemmtiferðaskipanna koma eingöngu á minni hafnirnar.
Reykjavík, Akureyri og Ísafjörður skera sig algjörlega úr hvað varðar fjölda farþega. Í fyrra komu 128 þúsund skemmtiferðaskipafarþegar til Reykjavíkur, 109 þúsund til Akureyrar og 78 þúsund til Ísafjarðar. Næst á eftir kemur Seyðisfjörður með 20 þúsund farþega.