Norðaustlægar áttir ríkjandi

Úrkomulítið í dag en snjókoma í kortunum.

Veðurstofan spáir norðaustanátt á Vestfjörðum í dag, 5 til 10 m/s og léttir til. Frost 2 til 8 stig. Á morgun og á fimmtudaginn er búist við svipuðu veðri, en á föstudag snýst í suðaustlæga átt um landið V-vert með snjókomu.

Um helgina stefnir í hefðbundna norðaustlæga átt og léttir aftur til V-lands. Ekki er útlit fyrir að hitatölur fari mikið upp fyrir frostmark á næstu dögum.

Vetrarfærð er á Vestfjörðum, víðast hálka eða snjóþekja. Klettsháls er ófær eins og er.

DEILA