Bolvíkingar hanna útsýnispall á Bolafjalli

Bolungavíkurkaupstaður auglýsir eftir þátttakendum í forval vegna fyrirhugaðrar hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar á Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík.

Bolungarvíkurkaupstaður fékk styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að hanna útsýnispall á Bolafjalli. Styrkupphæðin er 2.8 milljónir króna. Bolafjall er einn mikilfenglegasti útsýnisstaður landsins og hefur þá sérstöðu að þangað liggur vegur. Pallurinn mun auka öryggi ferðamanna og stuðla að því að Bolafjall verði einn af ferðamannaseglum Vestfjarða. Hugmyndir er að pallurinn muni slúta fram yfir bergstálið, en það er 638 metra hátt. Það verður ekki heiglum hent að ganga fram yfir stálið, hugsanlega á glergólfi, og horfa niður þverhnípið í fjöru.

-Gunnar

DEILA