Ályktun frá Eldingu vegna strandveiðifrumvarps

Elding, félag smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum, lýsir yfir mikilli ánægju með framkomið frumvarp um strandveiðar. Með fyrirhuguðum breytingum og aukningu um 2000 tonn í pottinum, er það orðin raunhæfur kostur fyrir nýliða að hefja útgerð smábáta í strandveiðikerfinu. Elding telur að með fyrirhuguðum breytingum aukist bæði öryggi sjómanna og rekstraröryggi útgerða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eldingu um umsögn til Atvinnuveganefndar um frumvarp til strandveiðifrumvarps, sem liggur fyrir Alþingi.

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis er Lilja Rafney Magnúsdóttir.

-Gunnar

DEILA