Suðlægar áttir um helgina

Það verður suðvestlæg átt í dag og kólnar smám saman og færist þá úrkoman yfir í él úr skúrunum. Jafnfarmt lægir ofurlítið og vindátt verður suðlægari. Svipað veður á morgun, fremur meinlaust og víða blíða fyrir norðan og austan. Frost um mest allt land, kaldast inn til landsins.

Vaxandi austan- og suðaustanátt á sunnudag með ofankomu þegar líður á daginn. Líklega snjókoma í fyrstu en fer síðan smám saman yfir í rigningu. Hlýnar í bili.

DEILA