Milt sunnanveður

Veðurstofan spáir mildri sunnanátt í dag, allhvöss og rigning vestast, annars mun hægari og úrkomulítið en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Á Vestfjörðum verða 10 til 18 m/s nálægt hádegi í dag og hiti 3 til 8 stig. Hægur vindur á morgun, skýjað með köflum og dálítil væta nyrst, en norðan kaldi og lítilsháttar slydda eða snjókoma norðanlands seinni partinn. Heldur kólnandi.

Seinni hluta vikunnar er útlit fyrir ákveðna norðaustanátt með éljum, en léttir til á Suður- og Vesturlandi. Frost um allt land.

DEILA