Talsvert hefur snjóað á landinu frá því í gær og samgöngur hafa víða úr skorðum. Vegagerðin hefur lokað Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Athugað verður með opnun kl. 13. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði og þæfingur er á Þröskuldum. Á láglendi er hálka og snjóþekja. Á veginum um Súðavíkurhlíð er í gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu.
Það verður áframhaldand norðaustanátt á Vestfjörðum í dag, 5-13 m/s og snjókoma eða él. Á morgun herðir á veðrinu og er spá norðaustan hvassviðri og snjókoma þegar líður á daginn. Frost 1 til 6 stig.