Úthlutað hefur verið styrkjum úr afrekssjóði Héraðssambands Vestfirðinga. Alls bárust 14 umsóknir frá þremur félögum. Stjórn afrekssjóðsins ákvað að gera styrktarsamninga til eins árs við fjóra einstaklinga um mánaðarlega styrki. Er það í fyrsta sinn sem slíkir samningar eru gerðir. Helsta markmið með samningunum er að auka utanumhald og stefnumörkun á afrekssviði og jafnframt er sett er aukin áhersla á markmið og markvissan undirbúnig þeirra iðkenda sem stefna að því að komast í fremstu röð. Einnig voru veittir styrkir til 10 iðkenda samvæmt því ferli sem áður hefur verið úthlutað eftir úr afrekssjóðnum.
Valið var erfitt því árangur ungra íþróttamanna hér á svæðinu er góður og margir kallaðir til í landsliðshópa og úrtaksæfingar sinna sérsambanda. Það sýnir gott og skipulagt starf aðildarfélaga HSV og verður gaman að fylgjast með þessu efnilega íþróttafólki þroskast og dafna á næstunni.
Þeir íþróttamenn sem gerðir verða samningar við eru:
Albert Jónsson, Skíðafélagi Ísfirðinga
Anna María Daníelsdóttir, Skíðafélagi Ísfirðinga
Auður Líf Benediktsdóttir, Vestra
Þórður Gunnar Hafþórsson, Vestra
Þeir íþróttamenn sem fengu styrki eru:
Birkir Eydal, Vestra
Dagur Benediktsson, Skíðafélagi Ísfirðinga
Hafsteinn Sigurðsson, Vestra
Hilmir Hallgrímsson, Vestra
Hugi Hallgrímsson, Vestra
Jakob Daníelsson, Skíðafélagi Ísfirðinga
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir, Skíðafélagi Ísfirðinga
Kristín Þorsteinsdóttir, Íþróttafélaginu Ívari
Sigurður Arnar Hannesson, Skíðafélagi Ísfirðinga
Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund, Skíðafélagi Ísfirðinga