Haukur, Sigurður, Tristan og Auður

Líklegast er að drengir sem fæddust árið 2016 heiti Haukur, Sigurður eða Tristan hafi þeir fæðst á Vestfjörðum. Vinsælasta stúlkunafnið á Vestfjörðum hjá stúlkum sem fæddust árið 2016 var Auður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Hagtíðindum Hagstofunnar.

Flestir karlar á Íslandi heita Jón, Guðmundur eða Sigurður en algengustu nöfn kvenna eru Guðrún, Anna eða Kristín, óháð fæðingarstað.

Líklegast er að stúlkur sem fæddust árið 2016 heiti Emilía eða Íris ef þær eru fæddar á Austurlandi; Birta, Karítas eða Sunna á Norðurlandi eystra; Emma á Norðurlandi vestra, Auður á Vestfjörðum, Hanna á Suðurnesjum, Sara á höfuðborgarsvæðinu og Kristín eða Rakel ef þær eru fæddar á Suðurlandi.

Líklegast er að drengir sem fæddust árið 2016 heiti Alexander ef þeir hafa fæðst á höfuðborgarsvæðinu, Austurlandi eða á Suðurnesjum, Aron á Vesturlandi eða Norðurlandi eystra, Arnar á Suðurlandi, Baltasar og Arnór á Norðurlandi vestra en Haukur, Sigurður eða Tristan hafi þeir fæðst á Vestfjörðum.

DEILA