Hættustigi aflýst á Súðavíkurhlíð

Í morgun var hættustigi vegna snjóflóðahættu á veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar aflýst og vegurinn opnaður fyrir umferð. Veginum var lokað í gær kl. 17 vegna snjóflóðahættu. Í gildi er óvissustig vegna snjóflóðahættu á veginum.

Á vegum á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða þæfingur og þungfært. Fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum eru ófærir en unnið að mokstri. Sömu sögu er að segja af færð á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum

DEILA