Starfsmenn Suðurverks og Metrostav héldu vel á spöðunum í síðustu viku og áfram vinna þeir sig inn í fjallagarðinn milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Dýrafjarðargöng lengdust um 73,1 metra í síðustu viku og göngin orðin 1.187 metrar að lengd. Er það 22,4 prósent af heildarlengd ganganna. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru jarðfræðilegar aðstæður góðar í síðustu viku og ágætt basalt í öllu sniði.
Veður hefur verið nokkuð umhleypingasamt og því gengið fremur hægt í vegagerð í Arnarfirði og öllu efni úr göngum er keyrt á haugsvæði til síðari nota í vegagerð, utan og innan ganga.
Á myndinni sést þegar starfsmenn þvo bergveggi fyrir ásprautun.