Flæddi inn í kjallara á Patreksfirði

Slökkviðliðið og starfsfólk áhaldahússins á Patreksfirði dældu vatni úr húsum og brunnum í gær. Slökkviliðið var fyrst kallað út á sunnudagskvöld þegar flæddi uppúr niðurföllum og í kjallara húss í bænum og var slökkvilið að störfum fram á nótt við að dæla vatni úr kjallaranum. Talsvert tjón var á húsinu. Frá þessu er greint á vef RÚV. Mikil hláka og úrkoma var á sunnanverðum Vestfjörðum í gær.

Í gær uppgötvaðist að vatn hafði flætt í þrjá kjallara á eyrinni á Patreksfirði og var slökkvilið kallað til.

DEILA