Fjórðungur fiskiskipa á Vestfjörðum

Bolungarvíkurhöfn.

Flest fiskiskip voru með skráða heimahöfn á Vestfjörðum í árslok 2017, alls 394 skip, en það eru 24% fiskiskipaflotans. Vestfirðir og Austfirði reka lestina þegar kemur að stærð togaraflotans.

Næst flest, alls 290 skip höfðu heimahöfn skráða á Vesturlandi eða 17,9%.

Alls voru 1.621 fiskiskip á skrá hjá Samgöngustofu í lok árs 2017 og hafði þeim fækkað um 26 frá árinu áður að því er Hagstofan greinir frá.

Fæst skip eða 74 voru með skráða heimahöfn á Suðurlandi eða 4,6% af heildarfjölda fiskiskipa.

Flestir opnir bátar voru á Vestfjörðum eða 231 og á Vesturlandi, 163. Fæstir opnir bátar höfðu heimahöfn á Suðurlandi eða 22. Vélskip voru einnig flest, eða 160 á Vestfjörðum en fæst á Höfuðborgarsvæðinu eða 42.

Hins vegar voru fæstir togarar skráðir á Vestfjörðum og Austurlandi eða þrír í hvorum landshluta, en flestir togarar eða 11 höfðu skráða heimahöfn á Norðurlandi eystra og næst flestir eða átta togarar á höfuðborgarsvæðinu.

DEILA