Fjöldi flutningabíla kallar á lengda vetrarþjónustu

Bæjarstjórn Vesturbyggðar bendir á nauðsyn þess að auka á ný vetrarþjónustuna á Vestfjarðavegi 60. Með auknum umsvifum á sunnanverðum Vestfjörðum rúmar Breiðafjarðarferjan Baldur ekki þann fjölda flutningabíla sem þurfa að komast til og frá svæðinu á hverjum degi. Að mati bæjarstjórnar er nauðsynlegt að halda áfram að þjónusta vegina að lágmarki til kl. 20 svo öruggt sé að vörur og afurðir komist til og frá svæðinu.

Bilun kom upp í Baldri í nóvember og ferjan sigldi ekki í tvo mánuði. Þann tíma var vetrarþjónustutíminn lengdur frá því að vera til kl. 17:30 til kl. 20:00

DEILA