Fara sameiginlega með formennskuna

Brynhildur Pétursdóttir og Haraldur Benediktsson formenn samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga, en hann leysti fyrri hóp upp í desember. Fækkar Kristján í hópnum frá því síðast, en núna eru átta fulltrúar í samráðshópnum í stað þrettán. Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og fv. formaður Bændasamtakanna, eru formenn hópsins og fara sameiginlega með formennskuna.

Aðrir í hópnum eru Þórlindur Kjartansson, skipaður af Kristjáni, Hafdís Hanna Ægisdóttir, skipuð af umhverfisráðherra, Jóhanna Hreinsdóttir frá Samtökum afurða- stöðva í mjólkuriðnaði, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins og loks Sindri Sigurgeirsson og Elín Heiða Valsdóttir frá Bænda- samtökum Íslands.

DEILA