Ísfirðingar tóku eftir fríðum og fjölmennum hóp kvenna sem örkuðu um götur bæjarins á gönguskíðum í gær. Konurnar voru á skíðagöngunámskeiði sem Hótel Ísafjörður stendur fyrir og er þetta þriðja námskeiðið sem er haldið í vetur og fleiri verða haldin það sem eftir lifir vetrar. Um 60 konur sóttu námskeiðið um helgina, en það hófst á fimmudag.
Langstærstur hluti þátttakenda er aðkomufólk sem gerir sér sérstaka för vestur til að sækja námskeiðið. Samkvæmt dagskrá átti námskeiðinu að ljúka í gær en veðrið greip í taumana og konurnar voru strand á Ísafirði. Til stóð að halda upp á Seljalandsdal eða í Tungudal og halda góða æfingu þar, en vegna ófærðar reyndist það ekki hægt. Þá var ekkert annað að gera en að spenna á sig skíðin og og halda skíðæfingu á götum bæjarins bænum, enda fátt um bíla á ferð í ófærðinni og óhætt er að segja að konurnar hafi vakið mikla athygli.