Dregur úr vindi í dag

Það verður hæglætisveður í dag en tekur að hvessa seint í kvöld og nótt.

Nokkuð hefur snjóað vestra frá því í gær. Veðurstofan spáir áframhaldandi vestlægu áttum fram eftir degi, en nokkkuð dregur úr vindi og úrkomu. Vaxandi suðaustanátt í kvöld, 13-18 m/s og fer að snjóa. Frost 1-6 stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að seint í nótt snúist hann aftur í suðvestanátt og verður hún viðloðandi fram eftir föstudegi, en á laugardag er von á næstu lægð.

Færð á vegum

Hálka er á láglendisvegum á Vestfjörðum og snjóþekja á fjallvegum.

DEILA