Það er vitlaust veður á fjallvegum á Vestfjörðum og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður beðið með mokstur á heiðunum. Ófært er um Hálfdán, Mikladal, Kleifaheiði, Klettsháls, Steingrímfjarðarheiði, Þröskulda og Gemlufallsheiði. Vindhviður á heiðunum ná allt að 30 m/s.
Þungfært er frá Brjánslæk og í Reykhóla og þæfingsfærð í Ísafjarðardjúpi og verður beðið með mokstur í Djúpinu.