Viðgerð á lokametrunum

Vinna við lokafrángang á viðgerð á aðalvél Breiðafjarðarferjunnar Baldurs og er á síðustu metrunum. Á Facebooksíðu Sæferða segir að fyrsta ferð Baldurs yfir Breiðafjörð verði á morgun þriðjudag. Bilun kom upp í Baldri í lok nóvember og fljótlega kom í ljós að bilunin var alvarleg. Vél skipsins var tekin upp og send til Reykjavíkur til viðgerðar. Eftir tveggja mánaða stopp ferjunnar er nú að koma að því að siglingar hefjist aftur yfir Breiðafjörð. Minni ferja Sæferða hefur sinnt siglingum milli Stykkishólms og Flateyjar en engar siglingar hafa verið til Brjánslækjar.

DEILA