Veiðigjöldin verði lækkuð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur ætl­ar að taka veiðigjöld í sjáv­ar­út­vegi til end­ur­skoðunar á ár­inu með það að mark­miði að lækka gjöld­in á lít­il og meðal­stór sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og af­komu­tengja þau.

„Við erum að horfa til litlu og meðal­stóru fyr­ir­tækj­anna sem eru ekki að ráða við þá miklu hækk­un sem varð á veiðigjald­inu 1. sept­em­ber á síðasta ári,“ seg­ir Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar, í um­fjöll­un um veiðigjöld­in og áformaða lækk­un þeirra  í Morg­un­blaðinu í dag.

„Sú hækk­un var mjög mik­il, al­veg frá 200 pró­sent­um og yfir 300 pró­senta hækk­un hjá sum­um. Það er far­in af stað vinna í ráðuneyt­inu við að skoða þetta. Sú vinna á að ganga hratt fyr­ir sig.“

DEILA