Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi Í-listans, og Marzellíus Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, taka undir álit bæjarlögmanns Ísafjaðrarbæjar um embættisfærslu bæjarstjóra vegna kaupa bæjarins á Stúdíó Dan ehf. Í álitinu kemur fram að ekki hafi verið rétt af bæjarstjóra að greiða helming kaupverðsins þar sem samþykki bæjarstjórnar fyrir kaupunum lá ekki fyrir á þeim tímapunkti. Í bókun Kristjáns Andra og Marzellíusar í bæjarráði segir að um um yfirsjón bæjarstjóra hafi verið að ræða og vitna þeir þar til orða Andra Árnasonar bæjarlögmanns. Að mati þeirra er ekki hægt að taka undir bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að gjörningur bæjarstjóra hafi verið ámælisverður „nær álit bæjarlögmanns engan vegin þeim hæðum,“ eins og það er orðað í bókun Kristjáns Andra og Marzellíusar.
„Hins vegar er það krafa okkar sem bæjarfulltrúa Ísafjarðabæjar að ávallt skuli hafa góða stjórnsýslu að leiðarljósi og að ávallt skuli leitast við að gera betur í þeim efnum,“ segir í bókuninni.