Ófært er á bæði Klettshálsi og Kleifaheiði á Vestfjörðum, en þæfingsfærð á Mikladal og Hálfdáni þar sem er stórhríð. Þungfært er á Þröskuldum og á Steingrímsfjarðarheiði og beðið með mokstur að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Snjóþekja og hálka er í Ísafjarðardjúpi og sömuleiðis snjóþekja á Gemlufallsheiði.