Stórafmæli hjá Landsbjörgu

Björgunarsveitarfólk frá Hólmavík kom göngumönnum til bjargar. Myndin tengist fréttinni ekki.

Í dag eru 90 ár frá stofnun Slysavarnafélags Íslands en stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi.

Aðildarfélög í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu halda upp á þessi merku tímamót í kvöld.

Klukkan 20 verður afmælisveisla í húsnæði allra björgunarsveita og slysavarnadeilda hringinn í kringum landið, sem endar á því að skotið verður upp hvítri sól á öllum stöðum klukkan 21:00.

DEILA