Spennt fyrir viðureigninni við Garð

Gylfi, Tinna og Greipur eru klár í slaginn.

Lið Ísafjarðarbæjar tekst á við Suðurnesjamenn úr Garði í spurningaþættinum Útsvari á RÚV klukkan 20.05 í kvöld.

„Við erum spennt fyrir viðureigninni og erum með svo góð verðlaun í pokahorninu að við blóðöfundum Garðsliðið af að fá þau í lok keppninnar. Garður teflir fram firnasterku liði sem verður gaman að kljást við,“ segir Gylfi Ólafsson liðsmaður í liði Ísafjarðarbær. Auk hans eru þau Tinna Ólafsdóttir og Greipur Gíslason í liðinu.

Gylfi bendir á að þetta er skemmtilegur dagur fyrir Ísafjarðarbæ að taka þátt. „Í dag fögnum við kaupstaðarréttindum Ísafjarðar. Auk þess eru sólarpönnukökur eru á borðum um þetta leyti árs og gamlir Ísfirðingar að koma saman í Reykjavík í kvöld. Öllum er velkomið að fylgjast með okkur á heimasíðu Útsvarsliðsins, Ísafjarðarbær.is,“ segir Gylfi.

DEILA