Sigríður Ó. Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug og er með meistarapróf í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
17 umsóknir bárust um starfið. Hagvangur hélt utan ráðningarferlið fyrir hönd stofunnar.
„Það er meðbyr með stofnun Vestfjarðarstofu að fá jafn margar góðar umsóknir um starf framkvæmdastjóra. Vestfjarðastofa þakkar öllum umsækjendum fyrir og óskar þeim hamingju og farsældar í framtíðinni.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestfjarðastofu.