Olíusmurður taekwondokappi keppir á skíðamóti á Ísafirði

Eyjaklasar Pólýnesíu eru ekki þekktar fyrir að ala marga skíðamenn, en um helgina gefst tækifæri til að fylgjast með skíðamanninum Pita Taufatofua frá Tonga spreyta sig á alþjóðlegu bikarmóti á gönguskóðum á Ísafirði. Það eru kannski ofsögur að kalla Taufatofua skíðamann, hann steig fyrst á gönguskiði fyrir rúmu ári en er engu að síður að reyna við Ólympíulágmörkin til að komast á vetrarólympíuleikana sem verða í Suður-Kóreu í febrúar.

Pita Taufatofua keppti í taekwond á sumarólympíuleikunum árið 2016, en hann hefur lagt stund á bardagaíþróttir frá unga aldri. Ekki var árangurinn til að hrópa húrra fyrir, hann var sleginn út í fyrstu viðureign, en þátttaka hans í leikunum var eftirminnileg fyrir aðrar sakir.

Hann var fánaberi Tonga á opnunarathöfn leikanna og klæðaburður hans (eða frekar skortur á klæðum) vakti athygli sjónvarpsáhorfenda og netverja um allan heim eins og má lesa um hér. Hann kaus að vera ber að ofan og klæddur hefðbundnu pilsi frá sinni heimaeyju og smyrja sig kókosolíu svo stæltur kroppurinn geislaði eins og gull og má fullyrða að hann hafi stolið senunni á opnun leikanna í Ríó.

Mótshaldar á Ísafirði hafa verið beðnir um að útvega myndefni af mótinu á Ísafirði fyrir Olympic Channel sem hefur fylgst með skíðaævintýrum Pita Taufatofua.

Hér má horfa á stutta umfjöllun Olympic Channelum Pita Taufatofua.

DEILA