Ófært um Þröskulda

Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka, snjóþekja og éljagangur. Þæfingur er á Kleifaheiði, Hálfdán, Mikladal, Klettsháls og Gemlufallsheiði. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði en ófært á Þröskuldum. Veðurstofan spáir norðaustan 15-20 m/s og él á Vestfjörðum í dag. Hiti um og undir frostmarki. Dregur úr vindi og úrkomu með deginum, norðaustan 10-15 m/s seint í kvöld. Austlæg átt 3-8 m/s á morgun, léttskýjað og frost 4 til 9 stig.

DEILA