Tónlistarkonan Isabel Hede dvelur nú í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði. Laugardaginn 20.janúar býður hún Ísfirðingum og nærsveitungum til nýstárlegrar tónlistarhugleiðslu í jógastöðinni á Ísafirði. Viðburðurinn nefnist Kyrrð í hljóði og verður þar kannað sambandið milli innri og ytri kyrrðar í gegnum tónlist. Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir.
Með ástríðu fyrir að kanna sambandið á milli innri gæða fólks og hvernig þau hafa áhrif á upplifun af hljóði og tónlist, leiðir ástralski fiðluleikarinn Isabel Hede þátttakendur í gegnum gjörning sem felur í sér hugleiðslu, lifandi tónlistarflutning og hljóðupptökur. Flutt verða nútímatónverk eftir áströlsku tónskáldin Peter Sculthorpe og Megan Clune sem byggja á þema umhverfislegrar kyrrðar og einangrunar.
Isabel Hede, býr í London, þar sem hún starfar sem fiðluleikari og hugleiðslukennari. Hún hefur mikinn áhuga fyrir því að kynna tónlist á nýstárlegan hátt, á nýjum og aðgengilegum stöðum. Isabel kemur fram með ólíkum tónlistarhópum í London, þar á meðal Ruthless Jaiburu and Ensemble Eroica. Hún hefur einnig komið fram á hinum ýmsu hátíðum víða um heim, þar á meðal: Aurora Chamber Music Festival í Svíþjóð, Singapore Friendship Festival, alþjóðlegu listahátíðunum í Melbourne og Perth og tvíæringnum í Sydney.