Íslandspósti er gert að lækka gjaldskrár sínar til að mæta því hagræði sem fylgja mun áformaðri fækkun dreifingardaga í þéttbýli. Póst- og fjarskiptastofnun hefur fellt úrskurð þess efnis. Pósturinn tilkynnti í haust að frá og með 1. febrúar verði dreifing á bréfpósti til heimila í þéttbýli annan hvern dag.
Í úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar er fallist á að Íslandspósti er heimilt að fækka dreifingardögum en einnig að fyrirtækið verðu að endurskoða verði að endurskoða gjaldrskrá sína vegna fækkunar dreifingardaga fyrir 1. júní á þessu ári. Skýrt kemur fram í úrskurðinum að Íslandspóstur eigi að skila hagræðinu af áætlaðri fækkun dreifingardaga til notenda þjónustunnar.