Myndavélar eru notaðar í auknum mæli hérlendis við rannsóknir á lífríki sjávar. Tækin sem notuð eru spanna vítt svið, allt frá GoPro vélum í fjörum og grunnsævi og upp í flókin og margbrotinn búnað til að komast niður í hafdjúpin. Þær eru notaðar í verkefnum af ýmsum toga, t.d. vistfræðirannsóknum, stofnmælingum og rannsóknum á veiðarfærum. Gestur vikunnar í Vísindaporti, Hjalti Karlsson starfsstöðvarstjóri Hafrannsóknastofnunar á Ísafirði, mun í erindi sínu segja frá nokkrum verkefnum þar sem myndavélar koma við sögu og einnig sýna nokkur myndbrot.
Hjalti Karlsson er líffræðingur, Ísfirðingur og hefur starfað hjá Hafrannsóknastofnun síðan 1991.
Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs og hefst kl. 12:10. Allir velkomnir.