Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er í hópi þeirra tónskálda sem fá listamannalaun í heilt ár. Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum en til úthlutunar voru 1.600 mánaðarlaun. 852 umsóknir bárust frá einstaklingum og hópum en starfslaun listamanna eru rúmar 377 þúsund krónur á mánuði í verktakagreiðslu.
Mugison sótti um listamannalaun fyrir fjórum árum og taldi sig heldur betur hafa dottið í lukkupottinn þegar honum var tilkynnt að hann hefði fengið níu mánuði. Honum hefði nefnilega verið tjáð að popparar fengju aldrei meira en þrjá mánuði. Enda kom á daginn að stjórn listamannalauna hafði gert mistök og Mugison átti aðeins að fá þrjá mánuði. Úr þessu spannst eilítið blaðamál þar sem súðvíska tónskáldið lét dæluna ganga af sinni alkunnu kerskni og virkir í athugasemdum létu sitt ekki eftir liggja. Nánar má lesa um það hér.
Af öðrum vestfirskum listamönnum má nefna að rithöfunduinn Eiríkur Örn Norðdahl fékk tólf mánaða úthluturn og leikarinn Elfar Logi Hannesson þrjá mánuði.