Áramótagleðin fór að mestu vel fram í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru áramtótin tíðindalítil hvað lögregluna varðar ef undan er skilin líkamsárás á Ísafirði á nýársnótt. Sá er fyrir líkamsárásinni varð hlaut ekki alvarlega áverka.