Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun.
„Þokkalegasta vetrarveður í upphafi helgarinnar: norðankaldi í dag með ofankomu norðan- og austanlands, en annars bjartviðri og nokkuð frost um land allt. Lægir víða á morgun og léttir til, en kólnar.
Á sunnudagsmorgni nálgast allkröpp lægð sunnan úr hafi og gengur þá í austanstorm með slyddu eða snjókomu syðst á landinu þegar líður á daginn. Í spákortunum næstu viku sést bara leiðindavetrarveður og ekki orð um það meir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Á Vestfjörðum er spáð norðaustan 8-15 m/s í dag og éljum. Bætir í vind þegar líður á daginn.
Færð á vegum
Á Vestfjörðum er víða hálka eða snjóþekja á vegum.