Krítískt ástand sem vonandi opnar augu þingmanna

Vegurinn um Súðavíkurhlíð hefur verið lokaður í rúman sólarhring vegna snjóflóðahættu og á mánudaginn var hann opinn í einungis örfáar klukkustundir. Pétur G. Markan sveitarstjóri segir þessa einangrun bæði erfiða og hættulega en tekur fram að Súðvíkingar séu vel undirbúnir. Um langt skeið hafa Súðvíkingar barist fyrir Álftafjarðargöngum. „Vonandi opnar svona krítískt ástand augu Alþingis fyrir forgangsröðun og hefji sem fyrst vinnu við Álftafjarðargöng. Göngin eru á áætlun, en þurfa röska meðferð sökum mikilvægis. Eins og þetta ástand kennir okkur,“ segir Pétur.

Fyrir rúmu ári samþykkti Alþingi að veita 10 milljónum kr. til und­ir­bún­ings og rann­sókna á ganga­stæði á næsta og þarnæsta ári.

DEILA