Verðbólgumæling Hagstofunnar var talsvert hærri en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir. Greiningardeild Arion banka rekur hækkunina til gríðarmikillar hækkunar húsnæðisverðs á landsbyggðinni og dvínandi áhrifa nýrrar samkeppni. Ársverðbólga í 2,4% úr 1,9% í desember. 12 mánaða verðbólga hefur ekki mælst jafn mikil á Íslandi síðan í maí 2014 eða í 44 mánuði.
Í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka segir að mælingin hafi verið talsvert hærri en greiningaraðilar hafi gert ráð fyrir. Sjálf spáði deildin 0,45% lækkun milli mánaða.
„Óvænta efni mælingar Hagstofunnar að þessu sinni er reiknuð og greidd húsaleiga sem var hærri en gert var ráð fyrir. Það skýrist að miklu leyti af gríðarmikilli mældri hækkun húsnæðisverðs á landsbyggðinni sem setur liðinn reiknaða húsaleigu úr skorðum.“
Mæling Hagstofunnar á íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni hækkaði um 5,4% á milli mánaða. Hagstofan bendir á að sögulega hafi verið afar mikið flökt a þessum lið verðlagsmælinga og að erfitt hafi verið að spá fyrir um um það.