Eykur ráðstöfunartekjur hátekjuhópa sexfalt meira

ASÍ seg­ir að skatt­breyt­ing­ar stjórn­valda muni auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur há­tekju­hópa sex­falt meira en lág- og milli­tekju­fólks. Þetta kem­ur fram á vef ASÍ.

Þar seg­ir, að um ára­mót hafi per­sónu­afslátt­ur hækkað til sam­ræm­is við hækk­un á verðlagi und­an­farið ár en efri tekju­mörk hafi hækkað til sam­ræm­is við launa­vísi­tölu, eins og lög geri ráð fyr­ir.

„Alþýðusam­bandið hef­ur ít­rekað vakið at­hygli á þessu ósam­ræmi í fram­kvæmd skatt­kerf­is­ins, sem leiðir kerf­is­bundið til auk­ins tekjuó­jafnaðar. Þannig nam hækk­un per­sónu­afslátt­ur 1,9%, hann fór úr 52.907 kr. í 53.895 kr. Á sama tíma hækkuðu tekju­mörk í efra skattþrepi um 7,1% og greiðist tekju­skatt­ur í efra skattþrepi nú af tekj­um yfir 893.713 krón­ur á mánuði í stað 834.707 kr. áður.

Þróun per­sónu­afslátt­ar hef­ur meiri áhrif á skatt­byrði eft­ir því sem tekj­ur eru lægri og mynd­ar í raun skatt­leys­is­mörk að óbreyttu skatt­hlut­falli, sem líta má á sem fyrsta þrep tekju­skatt­s­kerf­is­ins. Tekju­mörk í efra skattþrepi hafa hins veg­ar ein­ung­is áhrif á skatt­byrði tekju­hærri hópa. Þannig má segja að tekju­mörk­in í fyrsta þrepi (skatt­leys­is­mörk­in) hafi um ára­mót hækkað úr 143.224 krón­um á mánuði í kr. 145.899 eða um 1,9% á sama tíma og tekju­mörk­in í efra þrepi hækkuðu úr 834.707 kr. í 893.713 kr. eða um 7,1%,“ seg­ir ASÍ.

Þá kem­ur fram, að þetta mis­ræmi valdi því að ráðstöf­un­ar­tekj­ur há­tekju­fólks muni aukast mun meira en þeirra tekju­lægri.

„Þannig lækkaði sem dæmi staðgreidd­ur tekju­skatt­ur og út­svar hjá ein­stak­lingi með 350.000 krón­ur í mánaðarlaun um ára­mót­in úr 71.211 krón­um á mánuði í kr. 70.223 krón­ur og ráðstöf­un­ar­tekj­ur þessa ein­stak­lings juk­ust þannig um 988 krón­ur á mánuði eða 11.800 krón­ur á ári sem sam­svar­ar 0,3% aukn­ingu ráðstöf­un­ar­tekna. Ef litið er á hag þeirra sem eru með tekj­ur yfir efri tekju­mörk­un­um skatt­kerf­is­ins, þ.e. yfir 893.713 kr., lækk­ar staðgreidd­ur tekju­skatt­ur og út­svar hins veg­ar mun meira hjá þeim eða um 6.476 krón­ur á mánuði. Ráðstöf­un­ar­tekj­ur þeirra hækka því um ríf­lega 77.700 krón­ur á ári, sem sam­svar­ar t.a.m. 0,9% aukn­ingu ráðstöf­un­ar­tekna hjá ein­stak­lingi sem hef­ur 1.000.000 kr. mánaðarlaun,“ seg­ir ASÍ.

DEILA