Baldur siglir á ný

Breiðafjarðarferjan Baldur.

Reglubundnar siglingar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs eru hafnar á ný eftir um tveggja mánaða stopp vegna vélarbilunar. Baldur fór sína fyrstu ferð eftir stopp á þriðjudag og sigldi að venjum milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Vélarbilunin kom upp í lok nóvember og fljótlega var ljóst að bilunin var umfangsmikil og þurfti að endingu að taka vélina úr skipinu og senda hana á verkstæði í Reykjavík.

DEILA