Samkvæmt upplýsingum frá Sæferðum má gera ráð fyrir að Breiðafajarðarferjan Baldur komist í sína fyrstu siglingu eftir langt bilanastopp á sunnudag eða mánudag ef allt gengur að óskum.
Bilun kom upp í aðalvél Baldurs í lok nóvember og þurfti að taka vélina úr skipinu og fara með hana til Reykjavíkur í upptekt.