Bætur hækka að jafnaði um 4,7%

Fjárhæðir bótaflokka almannatrygginga hækkuðu að jafnaði um 4,7% 1. janúar síðastliðinn. Tryggingastofnun ríkisins hefur birt yfirlit um breytingar á ellilífeyri, örorkulífeyri og endurhæfingarlífeyri. Þar eru einnig upplýsingar um breytingar á reglugerðum og nýjar reglugerðir sem tóku gildi í byrjun ársins.

 

Ellilífeyrir:

Frítekjumark skattskyldra tekna verður eins og áður 25.000 kr. á mánuði. Við bætist sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna sem verður 100.000 kr. á mánuði. Það kemur til framkvæmda 1. febrúar 2018.

Heimilisuppbót verður að hámarki 60.516 kr. á mánuði.

Ellilífeyrir þeirra sem búa ekki einir verður að hámarki 239.484 kr. á mánuði.

Ellilífeyrir þeirra sem búa einir verður að hámarki 300.000 kr.

Hægt verður að fara á hálfan lífeyri frá TR á móti hálfum lífeyri frá lífeyrissjóðum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

 

Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir:

Viðmið vegna lágmarksframfærslutryggingar verður 300.000 kr. á mánuði hjá þeim sem búa einir.

Viðmið vegna lágmarksframfærslutryggingar verður 238.594 kr. á mánuði hjá þeim sem búa ekki einir.

Heimilisuppbót verður að hámarki 48.564 kr. á mánuði.

DEILA