Allt innanlandsflug liggur niðri enda bálhvasst á suðvesturhorni landsins. Allt millilandaflug hefur legið niðri síðan upp úr miðnætti og er áætlað að næsta flugvél fari frá landinu um níuleytið.
Mjög hvasst er á Reykjanesbrautinni og fer í 35-40 metra á sekúndu í hviðum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má gera ráð fyrir að vindur verði í hámarki frá klukkan fimm í morgun til níu. Á suðvesturhorninu eru 20-25 metrar á sekúndu og slagveðursrigning. Eins er mjög hvasst á Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum.
Greiðfært er víða á Suður- og Vesturlandi en hálkublettir geta verið í innsveitum. Flughált er í Grafningi, í Kjósarskarði og á Fróðárheiði. Mjög hvasst er á Reykjanesbraut, á Kjalarnesi, á Sandskeiði og undir Hafnarfjalli. Á Vestfjörðum er víða hált eða flughált og víða hvasst. Þæfingur er á Hálfdán.