Allt flug liggur niðri

Allt inn­an­lands­flug ligg­ur niðri enda bál­hvasst á suðvest­ur­horni lands­ins. Allt milli­landa­flug hef­ur legið niðri síðan upp úr miðnætti og er áætlað að næsta flug­vél fari frá land­inu um níu­leytið.

Mjög hvasst er á Reykja­nes­braut­inni og fer í 35-40 metra á sek­úndu í hviðum. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni má gera ráð fyr­ir að vind­ur verði í há­marki frá klukk­an fimm í morg­un til níu. Á suðvest­ur­horn­inu eru 20-25 metr­ar á sek­úndu og slag­veðursrign­ing. Eins er mjög hvasst á Kjal­ar­nesi og und­ir Eyja­fjöll­um.

Greiðfært er víða á Suður- og Vest­ur­landi en hálku­blett­ir geta verið í innsveit­um. Flug­hált er í Grafn­ingi, í Kjós­ar­sk­arði og á Fróðár­heiði. Mjög hvasst er á Reykja­nes­braut, á Kjal­ar­nesi, á Sand­skeiði og und­ir Hafn­ar­fjalli. Á Vest­fjörðum er víða hált eða flug­hált og víða hvasst. Þæf­ing­ur er á Hálf­dán.

DEILA