Veður lægir víða á landinu í dag, nema á Vestfjörðum þar sem búist er við allhvassri norðanátt fram á kvöld. Snjókoma eða él verða um landið norðvestanvert en bjartviðri í öðrum landshlutum, þó stöku él við suðvesturströndina. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum, að því er fram kemur í veðurspá Veðurstofu Íslands.
Veginum Súðavíkurhlíð var lokað snemma í gærmorgun og lokunin er enn í gildi. Ástand hlíðarinnar verður metið í birtingu í dag.
Snjóþekja og þæfingsfærð er á vegum á Vestfjörðum en ófært um Steingrímsfjarðarheiði.