Alls voru 24.340 útlendingar á vinnumarkaði hér á landi í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Fjölgaði þeim umtalsvert frá árinu 2016 en þá voru þeir 20.605. Pólverjar eru sem fyrr fjölmennastir útlendinga á vinnumarkaði hér, alls 10.766 í fyrra.
Þetta kemur fram í tölum Vinnumálastofnunar um vinnuafl 16-69 ára og þróun þess. Alls voru 196.587 á vinnumarkaði í fyrra. Hlutfall útlendinga á vinnumarkaði var 12,4% en var 10,6% árið 2016.
Mun fleiri útlendingar eru við störf á Íslandi nú en á árunum fyrir efnahagshrunið 2008. Það ár voru 18.167 útlendingar á vinnumarkaði á Íslandi eða 9,9% alls vinnuafls