Áfangi í ljósleiðaravæðingu í Strandabyggð

Ljósleiðari plægður í jörð á Ströndum. Mynd: strandir.is

Lagning ljósleiðara í Strandabyggð, til bæja sunnan Hólmavíkur hefur staðið yfir síðan í vor. Nú er tengingum og skráningu lokið og þá eiga fasteignaeigendur kost á 100 Mb/s internettengingu, heimasímaþjónustu og gagnvirkri sjónvarpsþjónustu frá bæði Símanum og Vodafone. Þeir sem ætla að nýta sér ljósleiðarann skulu hafa samband við sitt fjarskiptafyrirtæki og panta sér þjónustu.

Sveitarfélagið Strandabyggð fagnar þessum áfanga og í tilkynningu er öllum þeim sem komu að verkefninu þakkað fyrir gott samstarf. Stefnt er að því að næstu skref í lagningu ljósleiðara í dreifbýli Strandabyggðar verði á þessu ári.

DEILA