Æfir með unglingalandsliðinu

Guðmundur Arnar Svavarsson, leikmaður 3. flokks Vestra, hefur verið kallaður til æfinga með úrtakshópi U-16 liðs Íslands dagana 19.-21. janúar. Guðmundur Arnar hefur ekki náð að festa sig í sessi í lokahópnum en nú gefst tækifærið til að sýna hvað í honum býr og tryggja það að Vestri eigi tvo fulltrúa í landsliðum í langfjölmennustu íþrótt landsins, en Þórður Gunnar Hafþórsson hefur æft með U-17 landsliðinu síðasta misserið.

Um 400 strákar fæddir 2002 eru að æfa fótbolta á landsvísu og er Guðmundur Arnar valinn úr þeim hópi. Því er þetta frábær árangur, enda samkeppnin mikil.

DEILA