Laugardagur 19. apríl 2025

Yfirstjórn slökkviliðsins færist til Ísafjarðar

Auglýsing

Yfirstjórn slökkviliðs Súðavíkurhrepps mun færast til slökkviliðs Ísafjarðarbæjar samkvæmt þjónustusamningi sem sveitarfélögin vinna að. Pétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að áfram verði starfrækt slökkvilið í Súðavík. „Eina breytingin verður sú að það verður ekki slökkviliðsstjóri í Súðavík heldur verður yfirumsjón liðsins hjá slökkviliði Ísafjarðarbæjar sem mun sjá um æfingar, halda utan um útkallslista og þess háttar,“ segir Pétur.

Hann segir að á kjörtímabilinu hafi Súðavíkurhreppur lagt áherslu á og verið forystu um að mynda brunasamlag Ísafjarðarbæjar, Súðavíkuhrepps og Bolungarvíkurkaupstaðar og hann telur þjónustusamning Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps vera eitt skref í því.

smari@bb.is

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir